Lúðvík Bergvinsson

Lúðvík Bergvinsson, héraðsdómslögmaður, er Vestmannaeyingur fæddur  árið 1964. Að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1991 var Lúðvík fulltrúi bæjarfógeta, síðar sýslumanns í Vestmannaeyjum, til ársins 1994.  Um tíma gegndi Lúðvík starfi deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann var yfirlögfræðingur umhverfisráðuneytisins árin 1994-1995. Lúðvík var kosinn á Alþingi árið 1995 og var þingmaður Suðurlands, síðar Suðurkjördæmis, allt til ársins 2009.  Hann var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009. Lúðvík sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja árin 2002-2006. Á árum sínum sem þingmaður sat Lúðvík í ýmsum nefndum, þar á meðal menntamálanefnd, landbúnaðarnefnd, sérnefnd um stjórnarskrármál, sjávarútvegsnefnd, samgöngunefnd, allsherjarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, kjörbréfanefnd, félagsmálanefnd, utanríkismálanefnd og Þingvallanefnd. Hann sat í auðlindanefnd forsætisráðherra á árunum 1998-2000. Lúðvík var í Íslandsdeild VES þingsins árin 1999-2003 og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA árin 2003-2007. Lúðvík er með skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip.

Helstu starfssvið Lúðvíks eru fjármögnunarsamningar, stjórnsýsluréttur, fjármuna- og félagaréttur, verðbréfamarkaðsréttur, auðlindaréttur með sérstakri áherslu á vatnsréttindi og sjávarútveg.  Einnig starfar Lúðvík á sviði slysa- og skaðabótaréttar, fasteignaréttar, verðbréfamarkaðsréttar, höfundaréttar og í greiðsluaðlögunarmálum.  Sakamál og málflutningur.  Ábyrgðarmál er sérsvið Lúðvíks.

ludvik@bonafide.is