Fyrsta viðtal er án endurgjalds. Bókaðu tíma í síma 533-5577 eða sendu póst á bonafide@bonafide.is

UM OKKUR

Bonafide lögmenn er lögmannsstofa stofnuð árið 2009 af héraðsdómslögmönnunum og Vestmannaeyingunum Lúðvík Bergvinssyni og Sigurvini Ólafssyni. Starfsstöð Bonafide lögmanna var opnuð í Vestmannaeyjum vorið 2015.  Hjá okkur starfa nú þrír lögmenn og tveir lögfræðingar auk framkvæmdastjóra.  

Starfsfólk stofunnar sinnir málaflokkum á öllum sviðum lögfræðinnar fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og erlenda aðila. Í öllum sínum störfum hafa Bonafide lögmenn að leiðarljósi fagmannleg og metnaðarfull vinnubrögð, heiðarleika og virðingu fyrir viðskiptavininum. Sérstök áhersla er lögð á skapandi vinnubrögð og samvinnu til að finna lausnir í þeim verkefnum sem starfsmenn stofunnar fást við. Gleði, góður liðsandi og samheldni og samvinna starfsfólks eru mikilvægir þættir í daglegu starfi Bonafide lögmanna.

FÓLKIÐ OKKAR

Hjá Bonafide lögmönnum vinnur öflugur og samheldinn hópur starfsfólks sem leggur metnað sinn í að finna bestu úrlausn mála.

 

LÚÐVÍK BERGVINSSON

Héraðsdómslögmaður
og eigandi

Senda fyrirspurn

Lúðvík Bergvinsson er Vestmannaeyingur fæddur árið 1964. Hann stofnaði Bonafide lögmenn árið 2009 ásamt Sigurvini Ólafssyni. Þar áður hafði Lúðvík setið á þingi í 14 ár. Hann var kosinn á Alþingi árið 1995 og var þingmaður Suðurlands, síðar Suðurkjördæmis, allt til ársins 2009.  Hann var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009. Á árum sínum sem þingmaður sat Lúðvík í ýmsum nefndum, þar á meðal menntamálanefnd, landbúnaðarnefnd, sérnefnd um stjórnarskrármál, sjávarútvegsnefnd, samgöngunefnd, allsherjarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, kjörbréfanefnd, félagsmálanefnd, utanríkismálanefnd og Þingvallanefnd. Hann sat í auðlindanefnd forsætisráðherra á árunum 1998-2000. Lúðvík var í Íslandsdeild VES þingsins árin 1999-2003 og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA árin 2003-2007.

Lúðvík er mikill golfáhugamaður; spilar golf, horfir á golf og ferðast til útlanda til að spila golf. Hann spilaði einnig knattspyrnu með ÍBV og Akranesi á sínum tíma og heldur sér við með fótboltaæfingum tvisvar í viku.

Starfssvið

Helstu starfssvið Lúðvíks eru fjármögnunarsamningar, stjórnsýsluréttur, fjármuna- og félagaréttur, verðbréfamarkaðsréttur, ábyrgðamál, orku- og auðlindaréttur með sérstakri áherslu á vatnsréttindi og sjávarútveg. Einnig starfar hann á sviði slysa- og skaðabótaréttar, sakamála, fasteignaréttar, verðbréfamarkaðsréttar, höfundarréttar og í greiðsluaðlögunarmálum. Málflutningur tekur drjúgan tíma í starfi Lúðvíks.

Menntun

Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1991

Málflutningsréttindi 2009

Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip

Starfsferill

Fulltrúi bæjarfógeta, síðar sýslumanns, í Vestmannaeyjum 1991-1994

Deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 1993-1994

Yfirlögfræðingur umhverfisráðuneytisins 1994-1995

Þingmaður Suðurlands, síðar Suðurkjördæmis, 1995-2009

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 2002-2006

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009

Héraðsdómslögmaður frá 2009

SIGURVIN ÓLAFSSON

Héraðsdómslögmaður
og eigandi

Senda fyrirspurn

Sigurvin Ólafsson er Vestmannaeyingur fæddur árið 1976. Hann stofnaði Bonafide lögmenn árið 2009 ásamt Lúðvík Bergvinssyni. 

Sigurvin er eflaust þekktastur fyrir fótboltaiðkun sína, enda varð hann nokkrum sinnum á ferlinum Íslandsmeistari í knattspyrnu. Hann er líka mikill golfáhugamaður og forgjöfin lækkar um leið og sólin hækkar.

Sigurvin hefur birt fjölda greina á netmiðlinum Pressunni, þar sem honum er meðal annars hugleikin framkoma fjármálafyrirtækja gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum í uppgjörinu eftir hrun.

Starfssvið

Helstu starfssvið Sigurvins eru fjármuna- og félagaréttur, almennur samninga- og kröfuréttur, neytendaréttur, uppgjör gengistryggðra samninga, ábyrgðamál, fasteignaréttur, greiðsluaðlögun og málflutningur, auk sakamála. Málflutningur tekur drjúgan tíma í starfi Sigurvins.

Menntun

Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2007

Málflutningsréttindi 2008

Starfsferill

Knattspyrnumaður 1993-2007

Garðsláttumaður 2000-2005

Fréttamaður hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins 2005

Lögfræðingur og lögmaður hjá Juris 2007-2009

Héraðsdómslögmaður hjá Bonafide lögmönnum frá 2009 

ELÍN HREFNA ÓLAFSDÓTTIR

Héraðsdómslögmaður og eigandi

Senda fyrirspurn

Elín Hrefna Ólafsdóttir er Reykvíkingur fædd árið 1988. Hún hóf störf hjá Bonafide lögmönnum meðfram námi árið 2011 og hefur verið þar í fullu starfi frá þeim tíma,

Elín hefur einlægan áhuga á útivist og fjallgöngum auk þess sem mannlífsflóran og jafnréttismál eru Elínu einkar hugleikin, en viðfangsefni meistararitgerðar hennar var einmitt jafnrétti. Titill ritgerðarinnar er „Betur má ef duga skal. Réttarstaða kvenna á vinnumarkaði“. 

Starfssvið

Helstu starfssvið Elínar eru verðbréfamarkaðsréttur, gjaldeyrismál, fjármuna- og félagaréttur, skattaréttur, eignarréttur, samrunar og yfirtökur, jafnréttismál, fasteignaréttur, greiðsluaðlögun,  sakamál og réttargæsla. Elín starfar einnig við málflutning. 

Menntun

Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2013

Málflutningsréttindi 2013

Starfsferill

Starfsmaður hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands 2009-2011  

Aðstoðarkennari í námskeiðum við Háskóla Íslands 2011-2012

Lögfræðingur hjá Bonafide lögmönnum meðfram námi frá 2011

Héraðsdómslögmaður hjá Bonafide lögmönnum frá 2013

KOLBRÚN ARNARDÓTTIR

Lögfræðingur

Senda fyrirspurn

Kolbrún Arnardóttir er fædd árið 1986 og er Árbæingur og Fylkiskona í húð og hár.  Áður en Kolbrún kom til starfa hjá Bonafide lögmönnum starfaði hún hjá Arion banka og þar áður Actavis.

Kolbrún er tæknisérfræðingurinn á stofunni og þegar eitthvað bjátar á í þeim málum er kallað á Kolbrúnu. Helstu áhugamál hennar eru útivist, ferðalög og alls kyns íþróttir, enda Fylkiskona, en hún hefur iðkað knattspyrnu frá unga aldri auk þess sem hún þjálfaði yngri flokka í knattspyrnu. 

 

Starfssvið

Helstu starfssvið Kolbrúnar eru skiptaréttur, innheimta, greiðsluaðlögun, sifjamál, slysa- og skaðabótaréttur, upplýsingaréttur, neytenda- og bankaréttur.

Menntun

Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2013

BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2011

Starfsferill

Starfsmaður í skráningadeild hjá Actavis 2006-2008

Laganemi á lögfræðisviði Arion banka 2010-2012

Lögfræðingur hjá Bonafide lögmönnum frá 2012

ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR

Framkvæmdastýra

Senda fyrirspurn

Þóra Gunnarsdóttir er Reykvíkingur fædd árið 1965.

Hún er framkvæmdastýra Bonafide lögmanna.

 

Starfssvið

 

Þóra annast daglegan rekstur Bonafide lögmanna.

Menntun

BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands 2004

Starfsferill

Innlend dagskrárgerð og innkaup á erlendu sjónvarpsefni 1986-1996 hjá Stöð 2

Innkaup á erlendu sjónvarpsefni fyrir Stöð 3, Wizja TV og RÚV 1996-2002

Verkefnastjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands 2004-2009

Framkvæmdastýra Bonafide lögmanna frá 2009

ANÍTA ÓÐINSDÓTTIR

Lögfræðingur, Vestmannaeyjum

Senda fyrirspurn

Aníta er fædd árið 1987 og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem hún býr. 

Aníta starfaði áður hjá Lögmannsstofu Vestmannaeyja á sumrin á árunum 2008-2013.  Auk þess hefur hún starfað hjá Sýslumanninum í Kópavogi og Sýslumanninum í Vestmannaeyjum við almenn skrifstofustörf á lögfræðisviði.

Helstu áhugmál Anítu eru auðvitað útivist og golf, enda stutt að fara á einn fallegasta golfvöll landsins.

Starfssvið

Helstu starfssvið Anítu eru skattaréttur, félagaréttur, fjármunaréttur með áherslu á einstaklinga, eignaréttur, auðlindaréttur, sifja- og erfðaréttur, skiptastjórn og innheimta.

Menntun

Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2013

 

Starfsferill

Sýslumaðurinn í Kópavogi 2007 - Almenn skrifstofustörf

Lögmannsstofa Vestmannaeyja 2008-2013 - Almenn skrifstofu- og lögfræðistörf

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 2012 - Almenn skrifstofustörf á lögfræðisviði

Íslandsbanki Vestmannaeyjum 2013 - Gjaldkeri

Félagsstörf

Varaformaður aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags frá 2015

Varamaður í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja frá 2014

Varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja frá 2013

STARFSSVIÐ BONAFIDE LÖGMANNA

Starfssvið Bonafide lögmanna er víðfeðmt líkt og lögfræðin. Við tökum að okkur mál fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, stjórnsýsluna og erlend fyrirtæki. Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt fyrir Bonafide lögmenn. 

Hér eru nokkur dæmi um þau svið lögfræðinnar sem við leggjum áherslu á:  

 • almannatryggingaréttur
 • almenn lögfræðiþjónusta
 • ábyrgðarmannamál
 • bygginga- og skipulagslöggjöf
 • EES-samningurinn
 • eignarréttur
 • eignaumsýsla
 • Evrópuréttur
 • fjölmiðla- og fjarskiptaréttur
 • flugréttur
 • flutninga- og sjóréttur
 • gerðardómur
 • gjaldþrot
 • greiðsluaðlögun
 • greiðslustöðvun
 • hugverka- og höfundarréttur
 • íþróttaréttur
 • jafnréttismál
 • kaup og sala fyrirtækja
 • landbúnaðarréttur
 • lögfræði fjármálafyrirtækja
 • mannréttindi
 • málflutningur
 • nauðasamningar
 • neytendavernd
 • orku- og auðlindaréttur
 • réttargæsla
 • samkeppnisréttur
 • samningaréttur og samningagerð
 • samruni og yfirtaka fyrirtækja
 • sáttamiðlun
 • sifjaréttur
 • skaðabótaréttur
 • skattaréttur
 • stjórnskipunarréttur
 • stjórnsýsluréttur
 • stofnun fyrirtækja
 • sveitastjórnarréttur
 • upplýsingaréttur
 • vátryggingaréttur
 • veðréttur
 • verðbréfaréttur
 • verjendastörf
 • verktakaréttur
 • vinnumarkaðsréttur

Staðsetning

REYKJAVÍK

KLAPPARSTÍGUR 25-27,
101 REYKJAVÍK,
ÍSLAND
SÍMI + 354 533-5577
FAX + 354 533-5578

BÍLASTÆÐI ERU Í BÍLASTÆÐAHÚSINU TRAÐARKOTI, HVERFISGÖTU 20, GEGNT ÞJÓÐLEIKHÚSINU.

 

VESTMANNAEYJAR

VESTURVEGUR 10,
900 VESTMANNAEYJAR,
ICELAND
SÍMI + 354 533-5577
FAX + 354 533-5578

BÍLASTÆÐI ERU NÆG.